Endurspeglum mannlífið
Þegar Reykjavíkurborg hófst handa við að endurbæta Tryggvagötu var okkur treyst fyrir því að fegra ásýnd framkvæmdasvæðisins.

grafísk hönnun
hugmyndavinna
textasmíði
framleiðsla
Það er einlæg skoðun okkar að mannlíf sé fegurra en vírgirðingar og því klæddum við girðinguna með speglarenningum og endurspegluðum mannlífið í orðsins fyllstu merkingu. Og tókum speglasjálfur á almannafæri sumarlangt.

Letrið á mikilfenglegu mósaíkverki Gerðar Helgadóttur var teiknað upp, komið á stafrænt form og lék lykilhlutverk í grafískri umgjörð speglaveggsins.




Hefur fólk meiri áhuga á sjálfu sér en framkvæmdum?
